fbpx
Upphafstónleikar Jazzhátíðar Reykjavíkur 2015

Upphafstónleikar Jazzhátíðar Reykjavíkur 2015

Þau Ingrid Örk Kjartansdóttir og Leifur Gunnarsson, kennarar í Tónskóla Hörpunnar voru í sviðsljósinu á upphafstónleikum Jazzhátíðar Reykjavíkur 2015.  Þar fluttu þau djassskotin sönglög Leifs með frábærum tónlistarmönnum, þeim Agnari Má Magnússyni, Matthíasi Hemstock, Hauki Gröndal og Snorra Sigurðssyni.

Tónleikarnir  voru jafnframt útgáfutönleikar á hljómdiski sem ber heitið Húsið sefur.

Myndin sem hér fylgir er út fréttatíma RÚV þann sama dag

Vortónleikarnir

Vortónleikarnir

Vortónleikar Tónskóla Hörpunnar verða dagana 11. og 12. maí.  Að þessu sinni verða þeir haldnir í Borgum í Spönginni sem er þjónustumiðstöð fyrir Eirborgir.  Borgir er gegnt nýja borgarbókasafninu.
Nánari upplýsingar um tónleikana munu kennarar veita nemendum í vikunni.

Opið hús

Opið hús

Laugardaginn 25. apríl var Opið hús í Tónskóla Hörunnar. Margir nemendur, foreldra og gestir litu við og þökkum við þeim öllum fyrir komuna. Nokkrir nemendur „tóku lagið“ og á þessari mynd leikur Ásta Steindórsdóttir ásamt kennara sínum Ingridi Örk Kjartansdóttur á flygilinn

Opið hús í Tónskóla Hörpunnar

Opið hús í Tónskóla Hörpunnar

Laugardaginn 25. apríl verður opið hús í Tónskóla Hörpunnar, milli kl. 14:00 og 16:00.
Nemendur leika, kennsla fyrir opnum dyrum, hljóðfærakynning, myndasýning, kaffiveitingar.
Upplagt fyrir nemendur og foreldra að koma og skoða ný húsakynni skólans í Sönginni 39 (fyrir ofan Apotekið).

Skólinn flytur

Skólinn flytur

Um nokkurt skeið hefur Reykjavíkurborg falast eftir húsnæði skólans að Bæjarflöt 17 undir aukna starfsemi í dagvistun fatlaðra. Því flytur Tónskóli Hörpunnar nú höfuðstöðvar sínar upp í Spöng. Nýja húsnæðið er við hliðina á borgarbókasafninu og fyrir ofan apótekið. Öll kennsla er nú þangað flutt. Við Spöngina stoppa 4 strætisvagnar, svo auðvelt á að vera fyrir alla að sækja tíma á nýa staðinn.