fbpx
Haustönn 2020 – Innritun nýrra nemenda

Haustönn 2020 – Innritun nýrra nemenda

Undirbuningur haustannar og innritun nýrra nemenda stendur yfir.
Gerð stundaskrár hefst í vikunni 24. – 28. ágúst um leið og grunnskólinn byrjar.
Þar sem breytingar verða á grunnskólunum í norðanverðu Grafarvogshverfi væri gott ef allir nemendur sem þurfa að skipta um grunnskóla láti okkur vita hvaða skóla þeir muni sækja, til að einfalda stundarskrárgerðina okkar.
Verðum í bandi.

Skólalok

Skólalok

Í dag lokum við skólaárinuu 2019-2020 formlega með því að senda út umsagnir til allra nemenda tónskólans. Eins og allir vita gátum við ekki lokið skólanum með vortónleikum eins og hefð er fyrir vegna Covid-19. Ég vil þakka kennurum, nemendum, foreldrum, forráðamönnum og öðrum þeim sem að málinu komu fyrir þrautseigju, jákvæðni, kraft og dugnað meðan á samkomubanninu stóð. Þannig komumst við öll heil út úr þessum erfiðu aðstæðum , reynslunni ríkari og vitandi það að þegar virkilega reynir á stöndum við öll saman sem einn maður. Það er góð tilfinning.

Bestu kveðjur til ykkar allra með von um gott og heillaríkt sumar.

Svanhvít Sigurðardóttir skólastjóri

4. maí

4. maí

Frá og með 4. maí n.k. hefst skólahald að nýju með hefðbundnu sniði.

Kennsla í Tónskólanum verður samkvæmt stundaskrá sem var í gildi fyrir samkomubann, nema annað verði tilkynnt .

Tónlistarkennsla í grunnskólum verður samkvæmt stundaskrá sem var í gildi fyrir samkomubann, nema annað verði tilkynnt.

Áfram þarf að huga vel að allri smitgát varðandi handþvott og sprittun.

Foreldrar mega ekki koma inn í Tónskólann.

Hóptímar byrja aftur eins og t.d. tónfræðin og munum við ljúka henni með prófi.

Vortónleikarnir munu því miður falla niður þetta vorið.

Hefðbundinni kennslu lýkur föstudaginn 22. maí.

 

Þakkir til foreldra og forráðamanna

Þakkir til foreldra og forráðamanna

Tónskóli Hörpunnar vill þakka foreldrum og forráðamönnum nemenda fyrir þann góða skilning sem þeir hafa sýnt okkur við þær aðstæður sem við búum við þessa dagana. Tónlistarkennarar hafa haldið nemendum við efnið með fjarkennslu og munu halda því áfram eftir páska. Og þó svo tónlistarkennslan og gæði hennar séu verulega skert þá er ánægjulegt að fá að kynnast foreldrum með þessum hætti þar sem þeir eru ósjálfrátt virkir þátttakendur í námi barnanna.

Sjáumst í símanum eftir páska 🙂

Tónskóli Hörpunnar – aðgerðir vegna Covid-19

Tónskóli Hörpunnar – aðgerðir vegna Covid-19

Vegna samræmdra aðgerða Sambands íslenskra sveitafélaga og heilbrigðisyfirvalda verða miklar skerðingar á starfi tónlistarskóla á öllu landinu næstu 4 vikurnar. Þetta er gert til að gæta fylgstu varúðar til að fækka smitleiðum. Yfirvöld hafa því ákveðið að tónfundir, tónfræði, samspil og forskóli falli niður.

Yfirvöld hafa einnig ákveðið að engin tónlistarkennsla fari fram innan veggja grunnskólanna,. Nemendur sem það geta þurfa að sækja tíma í höfuðstöðvar Tónskóla Hörpunnar í Spönginni eða fá kennslu í gegnum skype/ messenger eða álíka að fengnu leyfi persónuverndar (nánar síðar).

Tímar verða styttir og samkennsla splittuð upp í sumum tilfellum.

Nemendur þurfa að koma með sínar eigin bækur/nótur, skriffæri og önnur námsgögn þar sem óheimilt er að nota gögn skólans.

Óskað er eftir að nemendur mæti ekki í hljóðfæratíma hafi þeir minniháttar flensueinkenni, sama gildir um kennara, þeir mæta ekki ef þeir eru lasnir. Einnig er óskað eftir að öll forföll séu tilkynnt.

Foreldrar og óviðkomandi eiga ekki að koma inn í tónskólann, þeir nemendur sem þurfa fylgd í tíma eiga að kveðja við aðaldyr skólans.

Kennarar skólans munu hafa samband við sína nemendur varðandi framhaldið.

Þetta eru fordæmalausir tímar en með samheldni og virðingu munum við komast heil í gegnum þessar hremmingar.

Starfsdagur, mánudag 16. mars

Starfsdagur, mánudag 16. mars

Vegna covid-19 veirunnar verða breytingar á skólastarfi næstu vikurnar að tilmælum yfirvalda.
Skólar munu hafa starfsdag, mánudag 16. mars til að skipuleggja skólastarfið.
Engin kennsla verður því í Tónskóla Hörpunnar þann dag.

Upphaf vorannar

Upphaf vorannar

Fyrsti kennsludagur vorannar er mánudagur 6. janúar.

Í upphafi er kennt eftir óbreyttri stundaskrá frá því fyrir jól.

Kennarar nýrra nemenda munu verða í bandi um helgina eða strax eftir helgi.

Endurbættar kennslustofur Ártúnsskóla verða teknar í notkun 13. janúar og þá munum við aftur hefja kennslu þar. Nemendur Leifs verða á þriðjudögum og nemendur Kjartans á miðvikudögum. Óvíst með nemendur Svanhvítar. Fyrsti tími Ártúnsskólanemanda verður þó eins og áður er nefnt samkvæmt stundaskrá fyrir jól og í Spönginni.

Ný tímasetning tónleika sem falla niður í dag

Ný tímasetning tónleika sem falla niður í dag

Eins og áður hefur komið fram þurfti að fella niður tvenna jólatónleika í dag 10.des. Nú er ljóst að við munum færa tónleikana og fara þeir nú fram 17. desember í Kirkjuselinu í Borgum kl. 17:30 og 18:30. 

Dagskráin hliðrast um klukkustund svo að þeir nemendur sem áttu að spila kl. 18:30 eru nú kl. 17:30 og þeir sem áttu að spila kl. 19:30 verða nú kl. 18:30.

Við vonum að allir geti verið með og sýni þessari tilfærslu skilning. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ára starfi skólans sem fella þarf niður tónleika og þetta því algjört neyðarúrræði.